Gisting á Vesturlandi

 

Fjölbreyttir gistimöguleikar eru í boði á Vesturlandi því alls eru um 70 staðir sem bjóða upp á mismunandi gistingu. Hvort sem ferðalangurinn kýs hótel, bændagistingu eða farfuglaheimli þá er af nógu af taka á Vesturlandi.

Mikið átak hefur átt sér stað á síðustu árum í uppbyggingu tjaldsvæða og eru nú nítján slík svæði á Vesturlandi, mörg hver með mjög góða aðstöðu ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

Fjöldi hótela og annarra gististaða hafa opið allt árið og því ekkert til fyrirstöðu að eiga góðar stundir á Vesturlandi yfir vetrarmánuðina þegar landið skartar sínum fegursta vetrarskrúða.

 

Í þjónustulistanum hér að ofan til hægri er hægt að skoða þá gistimöguleika sem í boði eru í landshlutanum.