Ísland er með'etta!

Dalirnir í dag

Fjölmennt í Ólafsdal

Dalirnir liggja miðsvæðis milli Vesturlands, Vestfjarða og Norðurlands vestra og henta því vel  til ferðalaga, hvort sem er um að ræða í dagsferðir eða lengri dvalar. Einnig hefur verið mjög vinsælt að halda ættarmót í Dölunum. Leiðir í Dali liggja um Álftafjörð, Heydal, Bröttubrekku, Laxárdalsheiði, Steinadalsheiði og Gilsfjörð. Í sveitarfélaginu Dalabyggð búa um 700 manns, þar af 240 í Búðardal. Dalirnir eru fyrst og fremst landbúnaðarhérað með tilheyrandi sveitamenningu. Fjölbreytt fuglalíf er frá fjöru til fjalls og eru hafernir ekki óalgeng sjón víða um Breiðafjarðarsvæðið. 

Dalir mæla með

Náttúra

Í Dölunum er ekki alltaf ljóst hvenær einn dalurinn tekur við af öðrum. Dölum fylgja heiðarlönd og ár sem renna til sjávar og þar taka Breiðafjarðareyjar við.
Sjá nánar >See More >

Saga og Menning

Fá héruð eiga sögu sína betur skráða en Dalirnir. Enda hefur Dalamönnum löngum þótt gaman að segja frá, hvort sem er í bundnu eða óbundnu máli.
Sjá nánar >See More >

Afþreying

Kyrrð og ró sveitanna býður upp á að njóta náttúrunnar í stóru sem smáu í bland við sögu og mannlíf héraðsins.
Sjá nánar >See More >

Áhugavert

 • Sælingsdalslaug – Guðrúnarlaug

  Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á Laugum í Sælingsdal. Í Sturlungu er getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð. Guðrúnarlaug hefur verið endurgerð að Laugum og hjá henni byggt blygðunarhús þar sem baðgestir geta haft fataskipti. Laugin er opin allt árið og frítt er í hana.
  Sjá nánar >See More >
 • Búðardalur

  Bærinn Búðardalur hefur byggst upp sem þjónustumiðstöð við landbúnað og sjávarnytjar úr Breiðafirðinum. Síðustu ár hefur verið minna um þjónustu vegna sjávarnytja en Búðardalur hefur fengið aukið vægi í þjónustu við ferðamenn sem staldra við og njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða.
  Sjá nánar >See More >
 • Breiðafjarðareyjar

  Eyjarnar á Breiðafirði eru eitt af þrennu sem talið er vera óteljandi á Íslandi. Auk eyjanna er aragrúi skerja á Breiðafirði sem fara í kaf er flæðir. Mikil eyjaþyrping er fyrir mynni Hvammsfjarðar og hinn mikli munur sjávarfalla myndar þar sérstætt náttúrufyrirbæri sem kallast Hvammsfjarðarröst.
  Sjá nánar >See More >
 • Laugar í Sælingsdal

  Laugar í Sælingsdal er vel þekktur staður úr Laxdælu. Guðrún Ósvífursdóttir, ein af aðalsöguhetjunum, fæddist og ólst upp að Laugum. Á Laugum er jarðhiti og því byggðu Dalamenn þar sundlaug og síðar heimavistarskóla. Á Laugum eru merktar gönguleiðir, hótel, veitingar, tjaldsvæði, Sælingsdalslaug, Guðrúnarlaug og Byggðasafn Dalamanna.
  Sjá nánar >See More >