Sönglög eftir John Dowland úr First Booke of Songes (1597)

22.07.2012 - 22.07.2012
Sunnudaginn 22. júlí munu Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran og Hannes Guðrúnarson gítarleikari flytja sönglög eftir John Dowland (1563-1626) á stofutónleikum á Gljúfrasteini. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og aðgangseyrir er 1000 kr.